Íslenski boltinn

Þrjú lið jöfn á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Leiknis og Víkings í kvöld.
Úr leik Leiknis og Víkings í kvöld. Mynd/Daníel

Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld en eftir leikina sitja þrjú lið - Þór, Leiknir og Víkingur - á toppi deildarinnar, öll með 28 stig.

Þór vann 1-0 sigur á Njarðvík á útivelli og er í efsta sætinu þar sem liðið er með betra markahlutfall en Leiknir og Víkingur sem mættust í Breiðholtinu. Þar höfðu Leiknismenn betur, 2-0, og sáu til þess að Víkingar duttu niður í þriðja sætið.

Botnbaráttan er einnig hörð en Fjarðabyggð og Njarðvík eru í neðstu sætunum með ellefu stig. Grótta er svo með þrettán.

Úrslit og markaskorarar kvöldsins:

Fjarðabyggð - Þróttur 1-3

0-1 Andrés Vilhjálmsson (2.)

0-2 Dusan Ivkovic (18.)

1-2 Sveinbjörn Jónasson (31.)

1-3 Hörður Bjarnason (35.)

KA - ÍR 3-2

0-1 Kristján Ari Halldórsson

1-1 David Disztl (18.)

2-1 David Disztl (31.)

2-2 Karl Gunnar Björnsson (32.)

3-2 Steinn Gunnarsson (91.)

HK - Grótta 2-2

1-0 Jónas Grani Garðarsson (8.)

1-1 Daniel Howell (27.)

1-2 Sölvi Davíðsson (63.)

2-2 Jónas Grani Garðarsson, víti (85.)

Fjölnir - ÍA 1-1

1-0 Pétur Georg Markan (41.)

1-1 Hjörtur Hjartarson (55.)

Leiknir - Víkingur 2-0

1-0 Kjartan Andri Baldvinsson

2-0 Kristján Þór Jónsson

Njarðvík - Þór 0-1

0-1 Ármann Pétur Ævarsson (65.)

Upplýsingar að hluta fengnar frá Fótbolta.net.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×