Íslenski boltinn

Óskar Örn: Þetta var bara sannfærandi sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Óskar Örn Hauksson kom KR í 1-0 í bikarsigrinum í kvöld og lagði síðan upp næstu tvö mörk í 4-0 sigri Vesturbæinga á nágrönnum sínum í KR.

„Við byrjuðum þetta eitthvað illa en við vorum að prófa einhverja nýja hluti þarna í byrjun. Eftir að við fórum í það sem hefur gengið vel undanfarið þá gekk þetta vel. Auðvitað missa þeir manninn útaf en það er oft erfiðara og liðin eflast oft við það," sagði Óskar Örn.

„Þetta var bara sannfærandi sigur. Við höldum boltanum gríðarlega vel,misstum reyndar aðeins dampinn um miðjan seinni hálfleik en síðan lönduðum við þessu örugglega," sagði Óskar Örn.

Það var einhver vafi um hver hafi skorað fyrsta mark leiksins en skrifast það ekki á Óskar? „Það var eitthvað klafsmark en ég átti eitthvað í því," sagði Óskar brosandi.

Óskar er að sjálfsögðu ánægður með innkomu Rúnars Kristinssonar sem hefur byrjað frábærlega með KR-liðið síðan að hann tók við af Loga.

„Hann er búinn að breyta hlutum en það sem skipti máli var að við núllstilltum okkur og það er oft betra. Það er klassi að vera kominn í bikarúrslitaleikinn og það gefur okkur mikið," sagði Óskar en það var draumaúrslitaleikur margra að sjá FH og KR mætast í Laugardalnum.

„Fyrir sumarið hefði maður talið að þetta væru tvö sterkustu liðin en við erum komnir í úrslitin þannig að við hljótum að geta eitthvað. Við þurfum bara að sýna það í næstu leikjum," sagði Óskar Örn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×