Handbolti

Magnús Erlendsson valinn besti leikmaðurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Erlendsson markvörður Framara.
Magnús Erlendsson markvörður Framara.

Magnús Erlendsson markvörður Framara var valinn besti leikmaður þriðja og síðasta hluta N1-deildar karla en valið fyrir umferð 15 til 21 var tilkynnt í hádeginu. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var valinn besti þjálfarinn í þessum síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar.

Magnús Erlendsson átti margar frábæra leiki í marki Fram í síðustu sjö umferðum mótsins en Fram vann fimm af sjö leikjum sínum í þriðja þriðjungnum og bjargaði sér frá falli.

Gunnar Magnússon stýrði HK-liðinu inn í úrslitakeppnina á lokasprettinum ekki síst þökk sé tveimur glæsilegum sigrum á deildarmeisturum Hauka og á Akureyringum fyrir norðan.

Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson var eini leikmaðurinn sem komst í öll þrjú úrvalslið vetrarins en Oddur Gretarsson úr Akureyri, Arnór Þór Gunnarsson úr Val, Bjarni Fritzson úr FH og Atli Ævar Ingólfsson úr HK vpru allir í liðinu í annað skiptið í vetur.

Úrvalsliðið fyrir umferð 15 til 21 er þannig skipað:

Markvörður: Magnús Erlendsson, Fram

Vinstra horn: Oddur Gretarsson, Akureyri

Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum.

Miðjumaður: Fannar Þór Friðgeirsson, Val

Hægri skytta: Arnór Þór Gunnarsson, Val

Hægra horn: Bjarni Fritzson, FH

Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK

Önnur verðlaun sem veitt voru í dag:

Besti leikmaður: Magnús Erlendsson, Fram

Besti þjálfari: Gunnar Magnússon, HK

Bestu dómrarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.

Besta umgjörð: Akureyri






Fleiri fréttir

Sjá meira


×