Íslenski boltinn

Ejub: Vonaðist eftir kraftaverkinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fréttablaðið/Daníel

Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga gat verið stoltur af sínum strákum þrátt fyrir 3-1 tap fyrir FH í gær.

"Við áttum að vera yfir eftir fyrri hálfleikinn og jafnvel tveimur mörkum yfir með smá heppni. Það sem gerðist í seinni hálfleik var þessi munur á úrvalsdeild og 2. deild. Við erum ekki vanir því í 2. deild að spila á svona háu tempói allan tímann," sagði Ejub.

"Mér við vera búnir að sanna mikið fyrir öllum í bikarnum og mér fannst við gera það líka í kvöld. Við vorum alls ekki eitthvað lið sem þeir völtuðu yfir og gerðu grín að. Við vorum kjarkaðir, tilbúnir að spila og áttum fullt af færum miðað við að vera að spila við FH.

Við vorum mjög flottur í kvöld alveg eins og við erum búnir að vera í allt sumar og í vor," sagði Ejub.

"Maður vonaðist eftir því að kraftaverk myndi gerast og við kæmumst áfram en maður verður að vera meðvitaður um getu þessara liða. Ef það er tekið inn í reikninginn þá fannst mér við vera nánast sigurvegarar í kvöld," sagði Ejub að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×