Fótbolti

Liechtenstein tíu sinnum betra gegn Íslandi en öðrum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Liechtenstein og Íslands á miðvikudag.
Úr leik Liechtenstein og Íslands á miðvikudag. Fréttablaðið/Anton
Landsliði Liechtenstein hefur gengið vel í leikjum gegn Íslandi undanfarin þrjú ár og tölfræði landsliðs Liechtenstein síðustu árin segir að liðinu gangi tíu sinnum betur á móti íslenska landsliðinu heldur en á móti öðrum knattspyrnuþjóðum.

Ísland og Liechtenstein hafa mæst fjórum sinnum frá og með árinu 2007. Hvor þjóð hefur unnið einn leik og tvisvar hafa liðin gert jafntefli. Markatalan er 5-4 Liechtenstein í vil.

Liechtenstein hefur spilað 21 landsleik á móti öðrum þjóðum en Íslandi á þessum tíma, 19 þeirra hafa tapast og liðið hefur náð í tvö jafntefli á móti Aserbaídjan og Finnlandi.

Sigurhlutfallið í þeim leikjum er aðeins fimm prósent á móti fimmtíu prósent sigurhlutfalli á móti Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×