Íslenski boltinn

Fyrsta stig Gróttu í næstefstu deild kom í hús fyrir norðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Gróttu í fyrstu umferð.
Frá leik Gróttu í fyrstu umferð.
Magnús Bernhard Gíslason tryggði Gróttu sitt fyrsta stig frá upphafi í næstefstu deild þegar hann jafnaði metin á móti KA í leik liðanna á Þórsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í annarri umferð en fjórir aðrir leikir eru í gangi þessa stundina.

Grótta er í fyrsta sinn frá upphafi í b-deildinni en liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti ÍR í fyrstu umferð. KA hafði aftur á móti unnið 2-1 útisigur á Þrótti í fyrstu umferð og stigið nægði því liðinu til að vera eitt á toppnum - í bili að minnsta kosti.

Haukur Hinriksson kom KA yfir í leiknum á 71. mínútu en Magnús jafnaði mínútu síðar. Haukur hafði tryggt KA sigur á móti Þrótti í fyrstu umferðinni en hann er fæddur árið 1990.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×