Körfubolti

Snæfellingar búnir að vinna fimm úrslitaleiki í röð í Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ólafur Jónsson fagnar sigri á KR á sunnudaginn. Maður leiksins, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, er til vinstri.
Jón Ólafur Jónsson fagnar sigri á KR á sunnudaginn. Maður leiksins, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, er til vinstri. Mynd/Daníel
Snæfellingar eiga nú orðið margar skemmtilegar minningar frá ferðum sínum suður í Laugardalshöll á síðustu sex árum. Snæfell tryggði sér sigur í Lengjubikarnum 2010 með 97-93 sigri á KR í úrslitaleiknum á Höllinni á sunnudaginn. Þetta er í þriðja sinn sem Snæfell vinnur Fyrirtækjabikarinn frá og með árinu 2004.

Snæfellsliðið hefur nú unnið fimm úrslitaleiki í röð í Laugardalshöllinni því auk þess að vinna Fyrirtækjabikarinn þrisvar sinnum (2004, 2007 og 2010) þá hafa Hólmarar unnið bikarmeistaratitilinn tvisvar sinnum á undanförnum þremur árum.

Snæfell tapaði síðast úrslitaleik í Laugardalshöllinni á móti Keflavík í bikaúrslitaleiknumn árið 2003 en liðið hefur reyndar tapað í Höllinni síðan þvím Snæfell tapaði þar undanúrslitaleik í fyrirtækjabikarnum á móti Grindavík haustið 2008. Þegar Hólmarar hafa komist í úrslitaleikinn í Höllinni þá er hinsvegar ekki sökum að spyrja.

Úrslitaleikir Snæfells í Höllinni síðustu sex ár:

Fyrirtækjabikarúrslit 2004

Snæfell-Njarðvík 84-79

Fyrirtækjabikarúrslit 2007

Snæfell-KR 72-65

Bikarúrslit 2008

Snæfell-Fjölnir 109-86

Bikarúrslit 2010

Snæfell-Grindavík 92-81

Fyrirtækjabikarúrslit 2010

Snæfell-KR 97-93






Fleiri fréttir

Sjá meira


×