Handbolti

Júlíus: Stelpurnar okkar eiga kvöldið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Júlíus Jónasson.
Júlíus Jónasson. Fréttablaðið/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni heim á hótel í Eurovision partý. „Þær eiga kvöldið," sagði þjálfarinn Júlíus Jónasson kampakátur við Vísi rétt í þessu.

Ísland komst á lokakeppni EM þrátt fyrir tap gegn Austurríki ytra í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalandslið kemst á lokakeppni EM.

„Þetta var alveg þvílík spenna fram á síðustu mínútu," sagði Júlíus en liðið mátti tapa með fjögurra marka mun til að komast áfram, en tapaði með þremur.

„Síðustu mínúturnar voru þær austurrísku frekar tregar að skjóta, ég var ekki að skilja þetta. En vörnin stóð sig frábærlega þannig að þetta hafðist í lokin," sagði Júlíus sem eðlilega hrósar árangri liðsins.

„Árangurinn er alveg frábær og þetta er eitthvað sem við erum búin að keppa að lengi. Við settum þetta markmið, þjálfararnir þegar við tókum við. Margt er búið að gerast síðan, liðið hefur breyst og við höfum yngt upp í því. Þessi árangur er langtímamarkmið," sagði Júlíus.

Dregið verður í riðla á EM þann 5. júní.

Nánar verður rætt við Júlíus í Fréttablaðinu á mánudaginn.




Tengdar fréttir

Íslenska kvennalandsliðið komst á Evrópumótið í desember

Íslenska kvennalandsliðið hefur náð þeim frábæra árangri að komast á Evrópumótið í Noregi og Danmörku sem fer fram í desember á þessu ári. Ísland mátti tapa með fjórum mörkum til að komast áfram en tapaði með þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×