Handbolti

ÍR og Víkingur í fjórðungsúrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Sighvatsson, þjálfari Víkings.
Róbert Sighvatsson, þjálfari Víkings. Mynd/Valli

ÍR og Víkingur eru komin áfram í 8-liða úrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir sigur í sínum leikjum í kvöld.

ÍR vann fjögurra marka sigur á Stjörnunni, 29-25, en bæði lið leika í 1. deildinni. ÍR er í þriðja sæti en Stjarnan því fjórða.

Víkingur, sem er í sjötta sæti 1. deildarinnar, vann öruggan sigur á Haukum 2, 36-27. Halldór Ingólfsson, þjálfari aðalliðs Hauka, var markahæstur Hafnfirðinga með sjö mörk.

ÍR - Stjarnan 29-25 (14-11)



Mörk ÍR: Jónatan Vignisson 7, Þorgrímur Ólafsson 7, Sigurður Magnússon 5, Brynjar Steinarsson 3, Ólafur Sigurgeirsson 3, Jón Bjarki Oddsson 1, Ágúst Birgisson 1, Halldór Hinriksson 1, Davíð Georgsson 1.

Mörk Stjörnunnar: Tandri Konráðsson 7, Bjarni Jónasson 5, Eyþór Magnússon 5, Vilhjálmur Halldórsson 3, Elvar Örn Jónsson 2, Víglundur Þórsson 2, Sigurður Helgason 1.

Haukar 2 - Víkingur 27-36 (12-17)

Mörk Hauka 2: Halldór Ingólfsson 7, Einar Jónsson 4, Vigfús Þ. Gunnarsson, Orri Sturluson 3, Sigurjón Sigurðsson 3, Óskar Ármannsson 3, Jóhann G. Jónsson 1, Guðjón Sigurðsson 1, Sigurjón Bjarnason 1.

Mörk Víkings: Jón Hjálmarsson 11, Sverrir Hermannsson 4, Egill Björgvinsson 3, Jóhann Gunnlaugsson 3, Karl Wehmeier 3, Vignir Jónsson 3, Kristinn Guðmundsson 2, Brynjar Loftsson 2, Sigurður Karlsson 2, Óttar Filipp Pétursson 1, Benedikt Karlsson 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×