Íslenski boltinn

Haukar selja sextán ára strák til AGF

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brian Steen Nielsen frá AGF býður Aron velkominn til félagsins.
Brian Steen Nielsen frá AGF býður Aron velkominn til félagsins. Mynd/Haukar
Haukar og AGF hafa komist að samkomulagi um kaup danska b-deildarfélagsins á fótboltamanninum Arnari Aðalgeirrssyni. Arnar er aðeins sextán ára gamall og hefur aldrei spilað með meistaraflokki félagsins. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Haukum.

Arnar verður ekki eini leikmaðurinn hjá AGF því þar spilar einnig hinn tvítugi Aron Jóhannsson sem var keyptur frá Fjölni á miðju síðasta tímabili.

Arnar er eldfljótur kantmaður sem hefur verið fastamaður í 17 ára landsliði Íslands (1 mark í 6 leikjum á árinu 2010) og átti mikinn þátt í því þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina skiptið í 4.flokki karla árið 2008.

Haukar hafa vakið athygli fyrir gott unglingastarf á síðustu árum enda eiga Haukar nú marga menn í yngri landsliðum Íslands ásamt því að fjöldi leikmanna frá félaginu hefur verið á reynslu hjá erlendum liðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×