Íslenski boltinn

Stark: Úrslitin góð á Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar
Stark er hér lengst til hægri.
Stark er hér lengst til hægri.

Billy Stark, landsliðsþjálfari Skotlands, segir að úrslitin í leiknum á Íslandi á fimmtudagskvöldið hafi verið þrátt fyrir allt góð.

Skotland tapaði leiknum, 2-1, en liðin mætast í Edinborg í kvöld. Sigurvegari rimmunnar kemst í úrslitakeppni EM í flokki U-21 landsliða.

"Þeir settu mjög mikla pressu á okkur í fyrri leiknum en þegar ég hugsa til baka þá finnst mér þetta hafa verið góð úrslit," sagði Stark í samtali við skoska fjölmiðla í dag.

"Við vorum seigir og spiluðum góðan varnarleik. Það góða fyrir okkur er að við vitum vel að við getum spilað betur en við gerðum í þessum leik."

"Það er líka þannig stundum að í fyrri leiknum hefur heimaliðið ákveðið forskot þar sem það getur komið andstæðingnum á óvart. Það er ekki tilfellið lengur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×