Íslenski boltinn

KR-ingar verða sunnanmegin í stúkunni en FH-ingar norðanmegin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
VISA-bikarinn.
VISA-bikarinn. Mynd/E.Stefán
Það er mikil spenna fyrir bikarúrslitaleik karla á laugardaginn þar sem "risarnir" FH og KR mætast og það má búast við því að það verði uppselt í nýju stúkuna á Laugardalsvelli.

Miðasala á leikinn er hafinn fyrir nokkru inn á midi.is og er vakinn athygli á því að stúkunni er skipt í tvennt á milli liðanna. Stuðningsmenn KR verða sunnanmegin í hólfum A, B, C og D (nær Þróttarheimilinu) en stuðningsmenn FH verða norðanmegin í hólfum F, G, H og I (nær Laugum).

Það kostar 1500 krónur inn á leikinn fyrir fullorðna en 500 krónur fyirr börn sextán ára og yngri. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst og hefst kl. 18:00.

Það er jafnan mikið fjör á vellinum þegar þessi félög mætast. Ekki er síður mikil stemning utan vallar enda eru bæði þessi félög ákaflega vel studd í sínum leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×