Íslenski boltinn

Ólafur: Þarft að halda kúlinu og taka góð víti

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Valli
“Það er alltaf fúlt að tapa, hvort sem það er í vító eða ekki,” sagði Ólafur Kristjánsson, hinn frábærlega klæddi þjálfari Blika sem tapaði fyrir FH í kvöld. “Það er freistandi að segja að munurinn hafi verið Gunnleifur. Hann varði þessar þrjár vítaspyrnur mjög vel. Er hann ekki búinn að vera að halda þeim aðeins á floti? undanfarið? Og það er bara það sem lið þurfa, Gunnleifur var góður í kvöld.” “Spilamennskan var ásættanleg, mér fannst við vera frískir. Við spiluðum erfiðan leik í Eyjum um helgina en þessi leikur bar þess merki að liðin mættust fyrir stuttu síðan. Liðin eru farin að lesa hvort annað vel.” “FH-ingar hafa verið í smá ströggli og eru að vinna vinnuna sína svolítið út frá varnarleik og eru með hættulega menn fram á við. En mér fannst við ekki alveg nógu rólegir á boltann, við hefðum getað látið hann ganga betur,” sagði Ólafur sem var svekktur að liðið sitt hafi ekki náð að skora í venjulegum leiktíma eða framlengingunni. “Þetta er eins og þetta er. Ef þú skorar ekki úr dauðafærunum áttu alltaf hættu á að tapa leiknum. Í vítaspyrnukeppni er þetta ekki bara happa og glappa. Þú þarft að halda kúlinu og taka góð víti. Við gerðum það ekki í dag,” sagði Ólafur.

Tengdar fréttir

Gunnleifur: Var heppinn að þeir skutu bara í mig

“Í vítaspyrnukeppnum getur þetta dottið hvoru megin sem er. Ég var svo heppinn að velja rétt horn og þeir skutu bara í mig,” sagði hógvær Gunnleifur Gunnleifsson, hetja FH í bikarsigrinum á Blikum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×