Handbolti

Akureyringar slógu HK út úr bikarnum í Digranesi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm
Akureyri tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Eimskips bikar karla eftir 30-29 sigur á HK í Digranesi í kvöld. Þetta var stórleikur 32 liða úrslitanna og eini leikurinn milli liða í N1 deild karla.

Akureyrarliðið byrjaði báða hálfleiki vel en HK-ingar sýndu góða þrautseigju og börðust fram á síðustu sekúnduna.

Hk-liðið fékk lokaskotið en það fór yfir og unnu Akureyri því 30-29. Oddur Grétarsson var atkvæðamestur Akureyringa með 10 mörk og Ólafur Bjarki Ragnarsson var atkvæðamestur í liði heimamanna með 9 mörk. Sveinbjörn Pétursson varð 17 skot í marki Akureyrar á móti sínu gamla liði.

HK - Akureyri 29-30 (14-12)

Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 9, Bjarki Már Elísson 5/3, Hörður Másson 4, Daníel Berg Grétarsson 3, Sigurjón F. Björnsson 3, Vilhelm G. Bergsveinsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2

Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14

Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 10/2, Bjarni Fritzson 7, Guðmundur Helgason 4, Geir Guðmundsson 4, Heimir Örn Arnarson 3, Guðlaugur Arnarsson 1, Hörður Sigþórsson 1.

Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×