Íslenski boltinn

Logi: Góður stígandi í liðinu

Valur Smári Heimisson skrifar
Logi Ólafsson, þjálfari KR.
Logi Ólafsson, þjálfari KR. Mynd/Stefán
Logi Ólafsson var ánægður með sína menn í KR eftir 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark leiksins.

„ÍBV er með gríðarlega sterkt lið sem hefur fengið til sín flotta leikmenn. Eyjamenn geta verið mjög hættulegir,“ sagði Logi. „Við vissum að það væri erfitt að spila á Hásteinsvelli. Við lögðum því upp með að spila góðan varnarleik sem gekk mjög vel upp. Ég er líka mjög ánægður með að við höfum nú haldið hreinu í tveimur leikjum í röð. Við visusum að við myndum líka fá okkar færi sem og við gerðum og náðum við að nýta eitt þeirra.“

Logi segir að KR sé á réttri leið. „Það hefur vissulega verið góður stígandi í liðinu. Þó svo að við vorum arfaslakir gegn Selfossi vorum við með mikla yfirburði í leikjunum gegn Haukum og Stjörnunni. Þetta er nú annar leikurinn í röð þar sem við fáum ekki á okkur mark og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Munurinn á þessum leik og þeim síðasta er að nú tókst okkur að skora.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×