Íslenski boltinn

Sjáðu mörk ungmennalandsliðsins gegn Þjóðverjum - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Alfreð kominn framhjá markmanninum, við það að skora fjórða markið.
Alfreð kominn framhjá markmanninum, við það að skora fjórða markið. Fréttablaðið/Anton

Eins og alþjóð veit vann íslenska ungmennalandsliðið frábæran sigur á Þjóðverjum í undankeppni EM í knattspyrnu í vikunni. mörkin má nú sjá á netinu.

1-0:
Skúli Jón Friðgeirsson sendir upp hægri kantinn þar sem Gylfi Sigurðsson sendir frábærlega fyrir á Birki Bjarnason. Miðjumaðurinn tekur á móti boltanum og leggur hann í hornið.

1-1: Þjóðverjar jafna þegar Kevin Grosskreutz er einn og óvaldaður á fjærstönginni. Hann skorar með skoti sem Haraldur ver inn.

2-1: Gylfi Sigurðsson fiskar aukaspyrnu og smyr hana glæsilega yfir vegginn og upp í samskeytin.

3-1: Kolbeinn Sigþórsson fær stungusendingu og vippar glæsilega yfir markmann Þjóðverja sem kom út á móti honum. Boltinn hefði hvorki mátt vera fastari, né lausari, til að fara inn.

4-1: Alfreð Finnbogason (ekki Kjartan Henry Finnbogason eins og segir í myndbandinu) stelst inn í sendingu til baka, fer léttilega framhjá markmanninum með einni snertinu og setur boltann í netið.

Mörkin má sjá með því að smella á stöðuna fyrir hvert mark.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×