Fótbolti

Rúrik: Ég verð bara að halla mér meira yfir boltann næst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Mynd/Valli
Rúrik Gíslason skoraði fullkomlega löglegt mark í markalausu jafntefli karlalandsliðsins í fótbolta á móti Kýpur í vináttulandsleik í dag en enginn af dómurum leiksins sá að boltinn fór inn fyrir línuna.

„Heiðar var næst þessu og hann sagði við mig að boltinn hefði ekki verið inni. Það var þess vegna sem ég var ekki að æsa mig á hlutunum þá. Auðvitað er þetta pirrandi eftir á þegar allir eru búnir að segja manni að boltinn hafi verið greinilega inni. Það er sárt," segir Rúrik en þetta hefði verið fyrsta landsliðsmarkið hans.

„Það sem við höfum Íslendingar er að berjast og mér fannst við gera það ágætlega í dag. Við erum ekki bestu fótboltamenn í heimi en við börðumst ágætlega í dag og vonandi er það sem koma skal. Okkur leikur batnaði eftir því sem á leið og ég vona að hann haldi áfram að batna," sagði Rúrik.

„Ég talaði við bróður minn áðan og hann sagði mér að ég þyrfti að halla mér meira yfir boltann þannig að þetta færi í slánna og inn næst. Ég verð því bara að hlusta á hann og halla mér meira yfir boltann næst," sagði Rúrik í léttum tón en það verður lengra viðtal við Rúrik í Fréttablaðinu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×