Handbolti

Valsmenn héldu núna út á móti Haukum og jöfnuðu einvígið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli

Valsmenn unnu tveggja marka sigur á Haukum, 22-20, í Vodafone-höllinni í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Haukarnir stálu sigrinum í fyrsta leiknum en Valsmenn héldu hinsvegar út á Hlíðarenda í dag og staðan er því jöfn, 1-1, í einvíginu.

Valsmenn byrjuðu leikinn frábærlega, skoruðu fyrstu fimm mörkin og héldu marki sínu hreinu fyrstu 9 mínúturnar. Haukar minnkuðu muninn niður í eitt mark um miðjan hálfleikinn en Valsmenn voru aftur komnir með þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11.

Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik, Haukarnir skoruðu fyrsta markið og minnkuðu muninn í tvö mörk en Valur komst strax aftur fjórum mörkum yfir.

Haukamaðurinn Elías Már Halldórsson gerði stór mistök þegar hann fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna brottreskstur fyrir mótmæli í stöðunni 17-13 fyrir Val. Haukarnir voru því manni færri næstu fjórar mínútur og Valsmenn nýttu sér þetta vel og komust sex mörkum yfir.

Valsmenn gátu þó ekki verið öryggir með neitt eftir þróun mála í fyrsta leiknum. Haukarnir skoruðu 5 mörk í röð og minnkuðu muninn í 21-20 en nær komust þeir ekki og Arnór Þór Gunnarsson tryggði Valsmönnum sigurinn.

Fannar Þór Friðgeirsson og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu báðir sex mörk fyrir Val og Hlynur Morthens varði 23 skot í markinu.

Sigurbergur Sveinsson var markahæstur hjá Haukum með 10 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varð 6 skot í marki Hauka ífyrri hálfleik en Aron Rafn Eðvarðsson stóð í markinu í seinni hálfleik og varði 8 skot.

Valur-Haukar 22-10 (14-11)



Mörk Vals (Skot): Fannar Þór Friðgeirsson 6/1 (13/2), Arnór Þór Gunnarsson 6/3 (7/3), Sigurður Eggertsson 3 (8), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Elvar Friðriksson 2 (3), Sigfús Páll Sigfússon 1 (3)

Gunnar Ingi Jóhannsson    1 (1), Ingvar Árnason 1(1),  Jón Björgvin Pétursson (2), Baldvin Þorsteinsson (4).

Varin skot: Hlynur Morthens 23 (40/3, 58%), Ingvar Kristinn Guðmundsson    1/1 (4/4, 25%)

Hraðaupphlaup: 4 (Fannar 2, Sigfús, Gunnar)

Fiskuð víti: 5 (Sigfús 2, Ingvar, Arnór, Baldvin)

Brottvísanir: 10 mínútur

Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 10/4 (16/5), Pétur Pálsson 2 (3), Einar Örn Jónsson    2 (3), Guðmundur Árni Ólafsson    2/2 (5/3), Freyr Brynjarsson    1 (2), Elías Már Halldórsson    1 (4),  Heimir Óli Heimisson 1 (1), Björgvin Þór Hólmgeirsson 1 (5), Gísli Jón Þórisson (3), Stefán Rafn Sigurmannsson (1).

Varin skot:  Birkir Ívar Guðmundsson 6/1 (20/4, 30%), Aron Rafn Eðvarðsson 8 (16/1, 50%)

Hraðaupphlaup: 2 (Einar Örn 2)

Fiskuð víti: 8 (Sigurbergur 3, Pétur 2, Freyr, Stefán, Tjörvi Þorgeirsson)

Brottvísanir: 10 mínútur








Fleiri fréttir

Sjá meira


×