Íslenski boltinn

Fjölnissigur í Grafarvoginum gegn KA

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ásmundur Arnarson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarson, þjálfari Fjölnis.
Fjölnir vann nauman 3-2 sigur á KA í mikilvægum leik í 1. deild karla í dag. Fjölnir er þar með aðeins fjórum stigum frá öðru sætinu og á enn fína möguleika á að komast upp.

Fjölnismenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og hefðu átt að skora meira en Sandor Matus sá til þess að KA hékk inni í leiknum.

Aron Jóhannsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fjölni og Illugi Þór Gunnarsson tvöfaldaði forystu Grafarvogsliðsins.

En KA-menn gáfust ekki upp og þeim tókst að jafna. Fyrst skoraði David Disztl og svo Srdjan Tufegdzic.

En Styrmir Árnason skoraði sigurmark leiksins undir lokin fyrir Fjölni og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×