Handbolti

Hinar sérstöku liðstreyjur AGK seljast eins og heitar lummur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinir umdeildu liðstreyjur AGK rjúka út.
Hinir umdeildu liðstreyjur AGK rjúka út.

Jesper Nielsen, skartgripajöfur og eigandi danska liðsins AGK, er himinlifandi með þær móttökur sem lið hans hefur fengið í vetur en það hefur verið troðfullt hús á öllum leikjum liðsins.

Nielsen býður ekki bara upp á ofurlið, sem Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson leika með, heldur hefur hann lagt gríðarlega mikið í umgjörðina og það hefur virkað.

Allt hefur verið gert til þess að skapa athygli og liður í því að skapa athygli var að láta liðið spila í körfuboltatreyjum sem mörgum fannst kjánalegt.

Burtséð frá því þá hafa treyjurnar hreinlega rokið út.

"Við erum búnir að selja yfir 1.500 treyjur á einum mánuði. Það er algjörlega einstakt í Danmörku. Fólk er síðan á biðlista eftir því að fá treyjur," sagði Jesper á bloggsíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×