Íslenski boltinn

Rafrænt sólarljós hjálpar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gervigasið er venjulega kallað plast hér á landi. Það er ekki vinsælt meðal íslenskra knattspyrnumanna.
Gervigasið er venjulega kallað plast hér á landi. Það er ekki vinsælt meðal íslenskra knattspyrnumanna. Fréttablaðið/Anton

Á heimasíðu KSÍ, ksi.is, má lesa tvo áhugaverða pistla um kosti og galla gervigrass. Hinn fyrri ritar Lúðvík Georgsson, formaður mannvirkjanefndar KSÍ, þar sem hann talar um kosti gervigrasvalla.

Lúðvík gagnrýnir þá íhaldssemi sem sé í umræðunni hér á landi um gervigrasvelli. Lúðvík vill sjá fleiri gervigrasvelli hér á landi. Hann kallar eftir nýrri hugsun svo hægt sé að leika fleiri keppnisleiki og lengja tímabilið.

Lúðvík virðist líta svo á að það sé ekki hægt nema spilað sé á gervigrasi eða inni í knattspyrnuhöllum.

Viðar Halldórsson, formaður FH, er algjörlega ósammála þessu mati Lúðvíks. Viðar segir að lausnin liggi ekki í því að fjölga gervigrasvöllum og hann gagnrýnir mannvirkjanefndina fyrir að einblína á gervigrasið í stað þess að skoða aðra kosti.

Viðar vill sjá betri grasvelli hér á landi sem hann segir ekki kosta meira en lagning gervigrasvallar. Viðar segir að með betra grasi, betri umhirðu, rafrænu sólarljósi, undirhita, yfirbreiðslum, vökvunarkerfum og öðru sé hægt að lengja tímabilið utanhúss því slíkir grasvellir þoli betur íslenskt veðurfar.

Þar með þurfi ekki að færa leiki inn í hús til þess að lengja tímabilið.

Hægt er að lesa pistlana í heild sinni á ksi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×