Fótbolti

Árni Gautur meiddi sig á betri öxlinni í Kýpurleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Gautur Arason.
Árni Gautur Arason. Mynd/Vilhelm
Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands varð að yfirgefa völlinn á 39. mínútu í vináttuleiknum á móti Kýpur í dag. Árni Gautur var augljóslega meiddur á vinstri öxlinni en hann hefur lengi glímt við meiðsli á þeirri hægri. Árni Gautur hefur því ekki góða minningar úr 70. leiknum sínum fyrir A-landsliðið.

„Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því þegar menn meiðast hjá okkur. Það er ekki gott og slæmt fyrir hann og hans lið. Vonandi er þetta ekki alvarlegt en þetta var ekki öxlin sem hann hefur verið meiddur í því þetta var hin öxlin," sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari um meiðsli Árna.

„Árni var ekki klár á því hvort að hann hafi fengið högg á öxlina eða hvort að hann hafði lent svona illa. Það var greinilega farið í hann þegar hann meiddi sig. Hann fann til og eina rétt lausnin hjá honum var að biðja um skiptingu," sagði Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×