Handbolti

Öruggur sigur Hauka sem eru með 2-1 forystu

Sigurbergur Sveinsson skoraði níu mörk fyrir Hauka í kvöld.
Sigurbergur Sveinsson skoraði níu mörk fyrir Hauka í kvöld. Mynd/Vilhelm
Haukar hafa tekið 2-1 forystu í úrslitaeinvígi liðsins gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla eftir sigur á heimavelli í kvöld, 30-24. Staðan í hálfleik var 13-11, Haukum, í vil en Valsmenn náðu aldrei forystunni í leiknum. Haukar komust mest í fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 10-6. Valsmenn náðu að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik í stöðunni 16-15 en þá komu þrjú mörk frá Haukum í röð og litu þeir aldrei til baka eftir það. Sigurbergur Sveinsson skoraði níu mörk fyrir Hauka og Björgvin Þór Hólmgeirsson fimm. Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur hjá Val með níu mörk, þar af fimm úr vítum. Sigurður Eggertsson skoraði sex mörk en Fannar Þór Friðgeirsson hafði hægt um sig í kvöld - skoraði tvö mörk úr níu skotum. Birkir Ívar Guðmundsson varði tólf skot í Haukamarkinu, þar af níu í síðari hálfleik. Hlynur Morthens varði sömuleiðis tólf skot í marki gestanna. Nánari umfjöllun um leikinn og viðtöl birtast síðar í kvöld á Vísi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×