Íslenski boltinn

Frítt inn á stórleikinn í Krikanum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir sjást hér á æfingu í gær.
Strákarnir sjást hér á æfingu í gær. Mynd/Valli
21 árs landslið Íslands og Þýskalands mætast í dag á Kaplakrikavelli í einum af úrslitaleikjunum um hvort liðið kemst upp úr riðlinum í undankeppni EM 2011.

Þarna er komið gullið tækifæri til að sjá helstu framtíðarstjörnur þessara þjóða eigast við í gríðarlega mikilvægum leik.

KSÍ mun bjóða landsmönnum á leikinn því það kostar ekkert inn á þennan leik. Íslenska liðið þarf á góðum stuðningi að halda úr stúkunni til að ná markmiði sínu, sem er sigur í leiknum en með því mundi liðið gera út um vonir Þjóðverja um að ná öðru sætinu.

Leikmenn íslenska liðsins sem og KSÍ hafa kallað eftir stuðning en liðið hefur staðið sig frábærlega til þessa í undankeppninni og er með 13 stig og 24 skoruðu mörk í fyrstu sex leikjum sínum.

Leikurinn í Kaplakrika í dag hefst klukkan 16.15 en hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×