Fótbolti

Greta Mjöll í stuði í Bandaríkjunum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Greta í leik með liði sínu í Bandaríkjunum.
Greta í leik með liði sínu í Bandaríkjunum.
Greta Mjöll Samúelsdóttir er að gera það gott í Bandaríkjunum. Hún hefur verið valinn íþróttamaður vikunnar í Northeastern háskólanum í Boston.

Greta var hetja knattspyrnuliðs skólans um helgina, skoraði þriðja markið í 3-0 sigri á Bryant háskólanum á útivelli á föstudag og sigurmarkið í 2-1 sigri á University of Rhode Island í New York á sunnudag.

Greta Mjöll og félagi hennar í Breiðabliki, Sandra Sif Magnúsdóttir, leika með liði Northeastern. Sandra átti einnig góðan leik með liðinu um helgina.

Þær stöllur léku í fyrsta sinn með liði Huskies í bandarísku háskóladeildinni í fyrra. Lið Huskies sigraði þá í svæðiskeppni caa og komst áfram í úrslitakeppni Bandaríkjanna. Sandra Sif átti þá glimrandi tímabil og var valin í úrvalslið svæðisins.

Í liði Rhode Island nú er íslenskur leikmaður, Agnes Árnadóttir úr KR. Dóra María Stefánsdóttir landsliðsmaður í knattspyrnu lék með liði Rhode Island, en hún lauk námi þar fyrir uþb tveimur arum.

Þjálfari Northeastern Huskies er Tracy Leone, heimsmeistari með bandaríska kvennalandsliðinu í knattspyrnu árið 1991. Hún hefur mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari. Hún varð fyrst Bandaríkjamanna til að ná heimsmeistaratitli bæði sem leikmaður og þjálfari, hún var aðalþjálfari U-19 landsliðs Bandaríkjanna sem varð heimsmeistari 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×