Handbolti

FH-ingar unnu opna norðlenska mótið í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH
FH-ingar tryggðu sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta sem fram fór í Höllinni á Akureyri um helgina. FH-ingar unnu þriggja marka sigur á heimamönnum í úrslitaleiknum.

Ásbjörn Friðriksson spilaði vel í FH-liðinu um helgina en hann skoraði meðal annars 12 mörk í 29-26 sigri á Akureyri í úrslitaleiknum og 11 mörk í 31-24 sigri á Valsmönnum. Ásbjörn kunnu greinilega vel við sig á sínum gömlu heimaslóðum.

Í leik um 3.sætið gerðu Fram og Valur jafntefli 26-26. Í leiknum um 5.sætið sigraði svo Grótta lið Stjörnunnar 30-24.

Lokaröð liðanna varð því:

1. FH

2. Akureyri

3. - 4. Fram

3. - 4. Valur

5. Grótta

6. Stjarnan

Í mótslok voru veittar eftirfarandi viðurkenningar:

Besti markvörðurinn: Hlynur Mortens Val

Besti varnarmaðurinn: Guðlaugur Arnarsson Akureyri

Besti sóknarmaðurinn: Ásbjörn Friðriksson, FH

Besti leikmaður mótsins: Bjarni Fritzson Akureyri






Fleiri fréttir

Sjá meira


×