Handbolti

Ísland endar á því að spila við Norðmenn á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sverre Jakobsson.
Sverre Jakobsson. Fréttablaðið/Vilhelm
Íslenska landsliðið fékk fína leikjauppröðun á HM í handbolta en hún var gefin út í morgun. Ísland byrjar á leik við Ungverja en endar á því að mæta Norðmönnum. Ísland er í góðum riðli og má segja að með þessu móti keppi liðið tvo erfiðustu leikina síðast. Því ætti að gefast tími til að slípa liðið sem best saman, sér í lagi gegn Brasilíu og Japan. Þá gæti verið úrslitaleikur við Norðmenn um efsta sæti riðilsins og hvort liðið tekur þar með fleiri stig í milliriðilinn. Leikir Íslands á HM eru svona en fyrstu tveir leikirnir verða í Norköpping en seinni fjórir í Linköping: 14. janúar: Ungverjaland 15. janúar: Brasilia 17. janúar: Japan 18. janúar: Austurríki 20. januar: Noregur Hér má sjá leikjaniðurröðun B-riðilsins á HM á heimasíðu mótsins.

Tengdar fréttir

Ísland í riðli með Austurríki og Noregi í riðli á HM

Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Japan, Brasilía, Ungverjaland, Austurríki og Noregi á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári. Ísland mun spila í Linköping og Norrköping.

Guðmundur: Svakalegur milliriðlinn er lykillinn að árangri

Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×