Íslenski boltinn

Þrír eiga möguleika á því að spila fyrir sitt annað A-landslið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson er í landsliðshópnum í Futsal.
Tryggvi Guðmundsson er í landsliðshópnum í Futsal. Mynd/Vilhelm
Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið æfingahóp fyrir forkeppni Evrópkeppni landsliða í Futsal sem fram fer í janúar á næsta ári. Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar en þessi 29 manna æfingahópur Willums mun æfa saman 28. og 29. desember.

Willum valdi flesta leikmenn leikmenn frá Keflavík og Fjölni eða sjö talsins en þá koma sex leikmenn frá liði Víkinga úr Ólafsvík. Einn leikmaður í hópnum spilar í Noregi en það er Björn Bergmann Vilhjálmsson.

Þrír leikmenn í æfingahópnum eiga að baki A-landsleik en það eru þeir Tryggvi Guðmundsson, Haraldur Freyr Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson. Þeir eiga því allir möguleika á að spila fyrir sitt annað A-landslið verði þeir með í Evrópukeppninni í janúar.

Æfingahópur A-landsliðsins í Futsal:

Guðmundur Steinarsson, Keflavík

Magnús Þorsteinsson, Keflavík

Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík

Magnús Þ Matthíasson, Keflavík

Eyþór Ingi Júlíusson, Keflavík

Sigurður Sævarsson, Keflavík

Bojan Ljubicic, Keflavík

Illugi Þór Gunnarsson, Fjölnir

Ottó Marinó Ingason, Fjölnir

Aron Sigurðarson,Fjölnir

Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir

Steinar Örn Gunnarsson, Fjölnir

Kristinn Freyr Sigurðsson, Fjölnir

Kolbeinn Kristinsson, Fjölnir

Einar Hjörleifsson, Víkingur Ól

Brynjar Kristmundsson, Víkingur Ól

Brynjar Gauti Guðjónsson, Víkingur Ól

Þorsteinn Már Ragnarsson, Víkingur Ól

Heimir Þór Ásgeirsson, Víkingur Ól

Dominik Bajda, Víkingur Ól

Albert Sævarsson, ÍBV

Tryggvi Guðmundsson, ÍBV

Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV

Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV

Guðmundur Þórarinsson, ÍBV

Andri Ólafsson, ÍBV

Hilmar Árni Halldórsson, Leiknir

Bjarni Rúnar Einarsson, Framherjar

Björn Bergmann Vilhjálmsson, Stordal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×