Handbolti

Barcelona kaupir Sjöstrand frá Flensburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sjöstrand er hér í leik með sænska landsliðinu.
Sjöstrand er hér í leik með sænska landsliðinu.

Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að félagið hefði keypt sænska markvörðinn Johan Sjöstrand frá Flensburg. Hann fær það verðuga verkefni að leysa David Barrufet af hólmi en Barrufet hefur lagt skóna á hilluna eftir giftusaman 27 ára feril.

Flensburg hefur keypt Sören Rasmussen frá Álaborg í staðinn fyrir Sjöstrand.

"Þetta er frábært félag með mikla sögu. Þetta verður frábær reynsla," sagði Sjöstrand himinlifandi. Hann er fjórði sænski markvörðurinn sem spilar með Barcelona.

Enric Masip, íþróttastjóri Barcelona, segir að Sjöstrand sé framtíðarmarkvörður liðsins en hann er 23 ára gamall.

"Við höfum fylgst með framþróun hans í mörg ár. Framtíð þessa drengs er björt," sagði Masip.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×