Handbolti

Arnór með sex mörk í stórsigri FCK í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Atlason.
Arnór Atlason. Mynd/DIENER
Arnór Atlason átti góðan leik þegar lið hans FCK frá Kaupmannahöfn vann 37-21 sigur á Viborg HK í úrslitakeppni danska handboltans í kvöld.

Sigur FCK og sigur AaB Håndbold á Skjern Håndbold á sama tíma þýða að FCK og AaB mætast í hreinum úrslitaleik í riðlinum. Það keppa þau um sætið í úrslitaeinvíginu um danska meistaratitilinn en það er þegar ljóst að Kolding er komið áfram úr hinum riðlinum.

AaB Håndbold vann 32-25 sigur á FCK Håndbold í fyrri leiknum en tapaði óvænt fyrir Viborg HK í síðasta leik. Viborg-liðið var þó ekki mikil fyrirstaða fyrir FCK Håndbold sem endurheimti toppsætið með þessum örugga heimasigri.

FCK Håndbold og AaB Håndbold mætast því í lokaumferðinni á laugardaginn kemur en jafntefli kemur Arnóri og félögum í úrslitaleikinn. Í Danmörku er úrslitakeppnin spiluð í tveimur fjögurra liða riðlum og sigurvegarar riðlanna komst í úrslitaeinvígið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×