Íslenski boltinn

Eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik HK og Þróttar.
Úr leik HK og Þróttar. Mynd/Valli
Það stefnir í jafnt og spennandi sumar í 1. deildinni þar sem tólf lið berjast um að komast í hóp þeirra tólf bestu í Pepsi-deild karla. Nánast allir leikir fyrstu tveggja umferða deildarinnar hafa verið æsispenandi og dramatískir sem sést vel á því að eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar.

Sjö leikjanna hafa unnist á sigurmarki og í öðrum þremur hefur annað liðið tryggt sér jafntefli með jöfnunarmarki. Topplið Leiknis er eina liðið í deildinni sem hefur náð að vinna tveggja marka sigur en Leiknismenn unnu 2-0 sigur á Njarðvík í fyrstu umferðinni.

Víkingar unnu einnig eins marks sigur á Fjarðabyggð í fyrstu umferð en komust þá í 2-0 í leiknum. Víkingar komist einnig tvisvar yfir á móti Fjölni en misstu leikinn niður í jafntefli.

Skagamenn eru stigalausir á botni deildarinnar ásamt Njarðvík þrátt fyrir að hafa komist þrisvar yfir í fyrstu tveimur leikjum sínum. ÍA komst í 1-0 á móti HK en tapaði 1-2. Liðið komst síðan í bæði 1-0 og 2-1 á móti Fjarðabyggð í gær en tapaði engu að síður 2-3.



Hér fyrir neðan er yfirlit yfir leikjum fyrstu tveggja umferðanna:


1. umferð

Þróttur R.-KA 1-2 (Sigurmark hjá Hauki Hinrikssyni í KA á 82. mín.)

Leiknir R.-Njarðvík 2-0

ÍA-HK 1-2 (Sigurmark hjá Jónasi Grana Garðarssyni í HK á 81. mín.)

Grótta-ÍR 1-2 (Sigurmark hjá Árna Frey Guðnasyni í ÍR á 45. mín.)

Þór-Fjölnir 1-1 (Jöfnunarmark hjá Jóhanni Helga Hannessyni í Þór á 20. mín.)

Víkingur R.-Fjarðabyggð 2-1 (Víkingur komst í 2-0)

2. umferð

KA-Grótta 1-1 (Jöfnunarmark hjá Magnúsi Bernhard Gíslasyni í Gróttu á 73. mín.)

Njarðvík-ÍR 1-2 (Sigurmark hjá Birni Viðari Ásbjörnssyni í ÍR á 55. mín.)

HK-Þróttur R. 0-1 (Sigurmark hjá Oddi Björnssyni í þrótti á 65. mín.)

Fjölnir-Víkingur R. 2-2 (Jöfnunarmark hjá Pétri Georg Markan í Fjölni á 89. mín.)

Leiknir R.-Þór 1-0 (Sigurmark hjá Hilmari Árna Halldórssyni í Leikni á 69. mín.)

Fjarðabyggð-ÍA 3-2 (Sigurmark hjá Aroni Má Smárasyni í Fjarðabyggð á 89. mín.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×