Handbolti

Bretar komust ekki á HM í handbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard er ekki í breska handboltalandsliðinu þó svo hann hafi sýnt fína takta er leikmenn Liverpool æfðu handbolta á dögunum.
Gerrard er ekki í breska handboltalandsliðinu þó svo hann hafi sýnt fína takta er leikmenn Liverpool æfðu handbolta á dögunum.

Bretar æfa sig af kappi í handbolta þessa dagana enda verða þeir með lið á næstu Ólympíuleikum.

Þeir tóku þátt í forkeppni fyrir HM 2011 sem fram fer í Svíþjóð en komust ekki áfram.

35-21 tap fyrir Finnum í lokaleik gerði út um vonir Breta að komast til Svíþjóðar.

Steven Larsson var allt í öllu í breska liðinu og skoraði 12 mörk. Þjálfari Breta var þrátt fyrir tapið brattur og sagði liðið sífellt vera að styrkjast og það hefði fengið fína reynslu í undankeppninni.

Bretar spiluðu alls 13 leiki á 22 dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×