Íslenski boltinn

Hilmar Geir til Keflavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hilmar Geir Eiðsson í búningi Keflavíkur.
Hilmar Geir Eiðsson í búningi Keflavíkur. Mynd/Heimasíða Keflavíkur
Keflavík hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átök sumarsins í Pepsi-deild karla en Hilmar Geir Eiðsson hefur gert tveggja ára samning við félagið.

Hilmar Geir er 25 ára leikmaður sem kemur frá Haukum sem féll úr Pepsi-deildinni í haust. Hann hefur bæði spilað á miðju og í sókn.

Þá greindi fótbolti.net frá því í gær að Grindvíkingar hafi endurheimt Einar Helga Helgason frá Njarðvík en hann er uppalinn Grindvíkingur sem lék með Njarðvík í 1. deildinni í fyrra.

Fyrr í vikunni samdi Grindavík við tékkneska sóknarmanninn Michal Pospisil til næstu tveggja ára. Sá er 31 árs sem á langan feril að baki. Hann hefur til að mynda leikið með Spörtu Prag í heimalandinu, Hearts í Skotlandi og St. Truiden í Belgíu.

Bæði Grindavík og Keflavík hafa misst sterka leikmenn frá síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×