Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar gerir þrjár breytingar fyrir Kínaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu í dag.
Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu í dag. Mynd/Ossi Ahola
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kínverjum í Algarve-bikarnum í dag en hann gerir þrjár breytingar á liðinu sem vann 2-1 sigur á Svíum í fyrsta leiknum á miðvikudaginn.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir koma inn í íslenska liðið, Guðbjörg fer í markið fyrir Þóru Björgu Helgadóttur, Þórunn kemu inn fyrir Rakeli Hönnudóttur og Ólína tekur stöðu Thelmu Bjarkar Einarsdóttur sem á við meiðsli að stríða og verður ekki með gegn Kína. Það er líka óvissa með þátttöku Dóru Maríu Lárusdóttur í þessum leik.

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, mun leika sinn 104. landsleik í dag og jafnar hún þar með A-landsleikjamet Rúnars Kristinssonar.





Byrjunarliðið gegn Kína:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Sóknartengiliður: Katrín Ómarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×