Handbolti

Ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara fyrir stelpurnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Knútur Hauksson, formaður HSÍ.
Knútur Hauksson, formaður HSÍ.
Handboltalandslið kvenna er enn án þjálfara þó svo samningur fyrrverandi þjálfara, Júlíusar Jónassonar, hafi runnið út fyrir þremur og hálfum mánuði síðan.

Knútur Hauksson, formaður HSÍ, sagði við Vísi þann 21. febrúar síðastliðinn að gengið yrði frá ráðningu á næstunni. Síðan þá hefur ekkert heyrst í Knúti né HSÍ vegna málsins.

"Þetta er búið að taka tímana tvenna en það fer að draga til tíðinda. Við göngum vonandi frá þessu í næstu viku eða þarnæstu," sagði Knútur við Vísi í dag.

"Auðvitað hefðum við viljað ganga frá þessu fyrr en svona er þetta bara."

Knútur sagðist vera í viðræðum við þjálfarateymi en vildi ekk gefa upp við hvaða menn væri verið að ræða.

Þeir sem hafa verið orðaðir við starfið eru Patrekur Jóhannesson, Ágúst Jóhannsson, Einar Jónsson og Stefán Arnarson. Þá er einnig hermt að Júlíus vilji halda áfram með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×