Íslenski boltinn

FH valtaði yfir BÍ/Bolungarvík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Matthías gerði tvö mörk fyrir FH.
Matthías gerði tvö mörk fyrir FH.
BÍ/Bolungarvík var enginn fyrirstaða fyrir FH í Lengjubikarnum í dag en Fimleikafélagið rúllaði yfir Ísfirðingana 5-1 á Ásvöllum.



BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik, en fyrirliðið FH-inga, Matthías Vilhjálmsson skoraði næstu tvö mörk FH og eftir það opnuðust allar flóðgáttir.



Emil Pálsson, Gunnar Kristjánsson og Gunnar Sigurðsson gerðu allir eitt mark hver og því lauk leiknum með 5-1 sigri FH.



FH-ingar eru með fullt hús stiga í 3 riðli Lengjubikarsins með 21 stig og eru því komnir í undanúrslit. BÍ/Bolungarvík er með 6 stig í fimmta sæti riðilsins.

Fyrir leikinn var FH á toppi riðilsins en þeir enda með fullt hús stiga, 21 stig úr sjö leikjum og eru komnir í undanúrslit. BÍ/Bolungarvík er með 6 stig úr 5 leikjum.



Upplýsingar um markaskorara fengnar frá Fótbolta.net. https://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=106143#ixzz1HoI8wDub




Fleiri fréttir

Sjá meira


×