Handbolti

Björgvin og Ólafur í úrvalsliði Meistaradeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin var rosalegur í marki Kadetten.
Björgvin var rosalegur í marki Kadetten.
Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Stefánsson eru báðir í úrvalsliði EHF eftir fyrri leikina í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Björgvin Páll varði eins og berserkur í leik liðs síns, Kadetten Schaffhausen, gegn Nikola Karabatic og félögum í Montpellier.

Björgvin varði 24 skot í leiknum og þar af þrjú víti.

Ólafur skoraði 7 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Croatia Zagreb og lék í heimsklassa að því er þjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson, sagði.

Annars er liðið svona:

Markvörður: Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten

Vinstra horn: Uwe Gensheimer, Rhein-Neckar Löwen

Vinstri skytta: Filip Jicha, Kiel

Miðjumaður: Lukas Karlsson, Kolding

Hægri skytta: Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen

Hægra horn: Victor Tomas, Barcelona

Lína: Marcus Ahlm, Kiel

Hér má svo sjá tilþrif hjá leikmönnum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×