Handbolti

Þórir tilnefndur sem þjálfari ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórir fer yfir málin með stelpunum sínum á EM.
Þórir fer yfir málin með stelpunum sínum á EM.
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, er einn þriggja þjálfara sem kemur til greina í vali á þjálfara ársins í handboltaheiminum.

Það er alþjóða handknattleikssambandið, IHF, sem stendur að kjörinu.

Þórir gerði Noreg að Evrópumeisturum á síðasta ári og er sagður vera snillingur í leikgreiningu og taktík.

Hann keppir við landsliðsþjálfara Dana og Frakka í kjörinu.

Í karlaflokknum eru eftirfarandi þjálfarar tilnefndir: Claude Onesta (Frakkland), Ulrik Wilbek (Danmörk) og Valero Lopez Rivera (Spánn).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×