Handbolti

AG tapaði fyrsta leiknum í vetur - Arnór með 5 mörk

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Arnór Atlason skoraði 5 mörk fyrir AG í dag en það dugði ekki til sigur.
Arnór Atlason skoraði 5 mörk fyrir AG í dag en það dugði ekki til sigur.
Nordsjælland varð fyrst allra liða til þess að leggja stórlið AG frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðin áttust við í úrslitakeppninni. Nordsjælland sigraði 25-23 og skoraði Arnór Atlason 5 mörk fyrir AG og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 1.

AG er efst í riðli 1 þar sem fjögur lið keppa um  efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í úrslitum um danska meistaratitilinn.  Mikkel Hansen, einn besti handboltamaður heims, náði aðeins að skora 1 mark fyrir AG sem er í efsta sæti riðilsins með 6 stig en Nordsjælland er einu stigi á eftir í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×