Handbolti

Þjálfari Bjerringbro hreifst af Guðmundi

Guðjón Guðmundsson skrifar
Guðmundur Árni í leik gegn HK.
Guðmundur Árni í leik gegn HK.
Haukamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson er þessa dagana staddur í herbúðum danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro-Silkeborg. Guðmundur æfði með liðinu í morgun og Carsten Albrektsen, þjálfari Silkeborgar, sagði í samtali við Vísi eftir æfinguna að honum hefði litist vel á Guðmund.

"Hann er tæknilega sterkur, hraður en auðvitað vantar honum líkamsburði. Hann er hins vegar ungur að árum og hefur margt til brunns að bera," sagði Albrektsen.

"Ég átti samtal við Guðmund eftir æfinguna og það sem gerist næst er að Guðmundur ræðir við umboðsmann sinn og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um næsta skref. Auðvitað snýst þetta um peninga en leikmaðurinn hreif mig á æfingunni. Það verður tekin ákvörðun um málið eftir helgi."

Fari svo að félagið kaupi Guðmund þá bíður hans mikil samkeppni en liðið er með sterka hornamenn fyrir.

Þetta lið er feykisterkt og á leið í úrslit um danska meistaratitilinn og verður væntanlega í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×