Handbolti

Guif einum sigri frá úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Andrésson, þjálfari Guif.
Kristján Andrésson, þjálfari Guif.
Sænska úrvalsdeildarfélagið Guif frá Eskilstuna er aðeins einum sigri frá úrslitaleiknum um sænska meistaratitilnn eftir sigur á Alingsås í dag, 29-24. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins og bróðir hans, Haukur, leikur með því.

Guif tók þar með 2-1 forystu í rimmu liðanna í undanúrslitunum en úrslitaleikurinn fer fram í Skandinavium-höllinni í Gautaborg þann 7. maí.

Liðin mætast næst á fimmtudaginn í Alingsås og getur Guif með sigri þar tryggt sér sæti í úrslitaleiknum þar sem andstæðingurinn verður Sävehof.

Sävehof sópaði Gunnari Steini Jónssyni og félögum hans í Drott úr undanúrslitunum, 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×