Handbolti

AG vann síðasta leikinn sinn fyrir lokaúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson.
AG Kaupmannahöfn vann í dag síðasta leikinn sinn í riðli sínum í  úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. AG vann þá 30-24 sigur á Nordsjælland sem hafði unnið fyrri leik liðanna.

Framundan eru síðan lokaúrslitin á móti Bjerringbro-Silkeborg en AG var búið að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum fyrir leikinn í dag en heimaleikir AG í lokaúrslitunum munu fara fram á Parken.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir AG í þessum leik og Arnór Atlason var með 3 mörk. Joachim Boldsen var markahæstur hjá AG með átta mörk en Jacob Bagersted skoraði fimm mörk.

Nordsjælland spilar um bronsið við Skjern Håndbold.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×