Handbolti

Strákarnir hans Kristjáns steinlágu í úrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson.
Sävehof tryggði sér sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld eftir 17 marka stórsigur á Guif, 35-18, í hreinum úrslitaleik um titilinn. Íslendingurinn Kristján Andrésson, þjálfar lið Guif og bróðir hans Haukur leikur með liðinu.

Sävehof er því sænskur meistari annað árið í röð en Guif hafði einnig tapað úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en þá tapaði liðið 26-29 á móti Alingsås.

Sävehof hafði mikla yfirburði í þessum leik í dag og strákarnir hans Kristjáns sáu aldrei til sólar í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Sävehof var 16-7 yfir í hálfleik og var um tíma 32-13 yfir í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×