Handbolti

Uppselt á Parken

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór fær kannski að lyfta bikar í heimsmetsleik í handbolta.
Arnór fær kannski að lyfta bikar í heimsmetsleik í handbolta.
Það er nú endanlega orðið ljóst að heimsmet verður sett á Parken um helgina þegar Íslendingaliðið AG Köbenhavn getur tryggt sér sigur í danska handboltanum.

Uppselt er orðið á leikinn en rúmlega 34 þúsund miðar voru til sölu. Gamla metið er 31 þúsund áhorfendur. Margir efuðust um að Jesper Nielsen, eigandi AGK, gæti selt svo marga miða en hann fór létt með það og það er enn eftirspurn eftir miðum.

Þess vegna ætlar AGK að selja 4.000 miða í viðbót sem veitir aðgang inn á vallarsvæðið þar sem hægt er að sjá leikinn á risaskjá á vellinum og upplifa stemninguna.

Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson leika með AGK og Arnór er fyrirliði liðsins. Hann mun hugsanlega lyfta bikar á þessum sögulega leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×