Handbolti

Kristján þjálfari ársins í Svíþjóð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson.
Einn efnilegasti þjálfari Íslands, Kristján Andrésson, hefur heldur betur verið að gera það gott sem þjálfari síðan hann neyddist til þess að leggja skóna á hilluna á besta aldri.

Kristján hefur verið valinn þjálfari ársins í sænska handboltanum en hann stýrir liði GUIF sem fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem það reyndar steinlá fyrir Savehof.

Þetta er í annað sinn sem Kristján kemur liðinu í úrslit á þrem árum sem þjálfari liðsins.

Kristján er aðeins 31 árs að aldri. Hann lék 13 leiki með íslenska A-landsliðinu og var meðal annars í hópnum sem lék á ÓL í Aþenu árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×