Íslenski boltinn

Skagamenn einir með fullt hús eftir sigur á Selfossi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Skagamenn héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Selfossi í dag. ÍA hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu og er eina liðið með fullt hús þar sem að Fjölnismenn töpuðu á móti BÍ/Bolungarvík fyrir vestan.

Atli Már Guðjónsson tryggði Skagamönnum sigurinn úr víti á 62. mínútu sem Hjörtur Júlíus Hjartarson fiskaði en Auðun Helgason hafði jafnað leikinn fimm mínútum áður. Dean Martin kom Skagamönnum yfir í upphafi seinni hálfleiks þegar fyrirgjöf hans sigldi alla leið í markhornið fjær.

Elvar Páll Sigurðsson skoraði þrennu fyrir KA í ótrúlegum 4-3 sigri á HK í Kópavogi en HK-menn komust í 3-1 í leiknum. Elvar Páll Sigurðsson kom KA í 1-0 eftir 90 sekúndur en HK svaraði með þremur mörkum fyrir hlé. KA skoraði hinsvegar þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggði sér þrjú stig.

KA komst upp í annað sætið í 1. deildinni með þessum sigri í Kópavogi en KA er með sjö stig en BÍ/Bolungarvík, Fjölnir og Haukar koma síðan í næstu sætum, öll með sex stig.

Úrslit og markaskorarar í leikjum dagsins í 1. delld karla:Selfoss-ÍA 1-2

0-1 Dean Martin (47.), 1-1 Auðun Helgason (57.), 1-2 Atli Már Guðjónsson, víti (62.).

HK-KA 3-4

0-1 Elvar Páll Sigurðsson (2.), 1-1 Ásgeir Aron Ásgeirsson (16.), 2-1 Eyþór Helgi Birgisson (18.), 3-1 Fannar Freyr Gíslason (30.), 3-2 Andrés Vilhjálmsson (60.), 3-3 Elvar Páll Sigurðsson (75.), 3-4 Elvar Páll Sigurðsson (84.).

Víkingur Ó.-Grótta 1-1

1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson (21.), 1-1 Einar Bjarni Ómarsson (53.)



BÍ/Bolungarvík-Fjölnir 3-1

1-0 Michael Abnett, 1-1 Ottó Marinó Ingason, 2-1 Timo Ameobi, 3-1 Jónmundur Grétarsson



ÍR-Haukar 1-3

1-0 Haukur Ólafsson (77.), 1-1 Hilmar Rafn Emilsson (79.), 1-2 Hilmar Rafn Emilsson (87.), 1-3 Ásgeir Þór Ingólfsson (90.)

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá fótbolti.net








Fleiri fréttir

Sjá meira


×