Handbolti

AGK með fjórðu bestu aðsóknina í dönsku íþróttalífi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var mögnuð stemning á Parken um síðustu helgi.
Það var mögnuð stemning á Parken um síðustu helgi.
Það var frábær aðsókn á leiki handboltaliðsins AGK í vetur sem fékk ótrúlegan endi er áhorfendaheimsmet var sett á Parken er rúmlega 36 þúsund manns sáu AGK vinna meistaratitilinn.

AGK fékk rúmlega 8.000 áhorfendur að meðaltali á leik hjá sér í vetur sem er það langhæsta í sögu danska handboltans. Það sem meira er þá er þetta fjórða besta aðsóknin á leiki hjá dönsku íþróttaliði.

Það eru aðeins þrjú stóru fótboltafélögin - FCK, Bröndby og OB - sem státa af betri aðsókn á heimaleiki sína.

"Þetta hefur verið frábært tímabil að mörgu leyti og ekki síst upp á aðsóknina. Það er frábært að sjá hversu margir hafa séð ástæðu til þess að styðja okkur í vetur," sagði framkvæmdastjórinn Sören Colding sem áður lék fótbolta með Bröndby.

"Við erum samt ekki saddir og ætlum að gera enn betur á næstu árum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×