Handbolti

Aron Pálmarsson ekki með gegn Lettlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjarvera Arons er mikil blóðtaka fyrir Ísland
Fjarvera Arons er mikil blóðtaka fyrir Ísland Mynd/Anton
Aron Pálmarsson er á leið heim til Íslands í meðferð á meiðslum sínum. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar landsliðið mætir Lettum í lykilleik í undankeppni EM 2012 í handknattleik á morgun. Ólafur Bjarki Ragnarsson leikmaður HK hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Arons.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér fyrir skemmstu. Þeir útiloka þó ekki að Aron geti tekið þátt í heimaleiknum gegn Austurríki á laugardag sem er lokaleikur liðsins í riðlinum.

Auk Arons glímir Snorri Steinn Guðjónsson við meiðsli í baki og óvíst með þátttöku hans í leiknum á morgun. Þá er Þórir Ólafsson fjarri góðu gamni en kona hans á von á barni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×