Körfubolti

Tvö piltalandslið Íslands spila um gull á Norðurlandamótinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson er þjálfari U-16 liðs Íslands.
Ingi Þór Steinþórsson er þjálfari U-16 liðs Íslands. Mynd/Anton
Íslensku körfuboltastrákunum gengur vel á Norðurlandamótinu í körfubolta sem nú fer fram í Svíþjóð.

U-18 lið karla tryggði sér í gær sæti í úrslitaleiknum og mæta þar heimamönnum. Strákarnir mættu Finnum í morgun en töpuðu, 96-81. Kom það ekki að sök þar sem sæti í úrslitaleiknum var þegar tryggt.

Emil Karel Einarsson skoraði sextán stig fyrir Ísland í dag og Kristófer Acox kom næstur með ellefu stig.

U-16 liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í sínum aldursflokki með því að sigra Dani í morgun örugglega, 84-69.

Dagur Jónsson skoraði 23 stig fyrir Ísland en þeir Oddur Rúnar Kristjánsson og Þorgeir Blöndal skoruðu þrettán stig hvor.

Úrslitaleikur U-18 liðsins hefst klukkan 09.15 á morgun en strákarnir í U-16 liðinu leika sinn úrslitaleik tveimur klukkustundum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×