Handbolti

Austurríska landsliðið mætt til Íslands - Aron líklega leikfær

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Pálmarsson búinn að leika á Didier Dinart
Aron Pálmarsson búinn að leika á Didier Dinart Mynd/Getty Images
Ljóst er að landslið austurríkis í handknattleik ætlar sér stóra hluti í viðureign sinni gegn Íslandi á sunnudag. Landsliðið kom til landsins í gær. Algengt er að landslið mæti til leiks daginn fyrir leik en Austurríkismenn eru tímanlega á ferðinni.

Leikurinn á sunnudag er algjör úrslitaleikur þjóðanna um laust sæti í Evrópukeppninni í Serbíu í janúar 2012. Austurríki dugar jafntefli í leiknum.

Heimildir Vísis herma að Aron Pálmarsson sé allur að koma til af meiðslum sínum og verði líklega leikfær.

Óvíst er um þátttöku Snorra Steins Guðjónssonar en hann líðan hans er þó á uppleið. Snorri Steinn tók engan þátt í leiknum gegn Lettlandi á miðvikudag. Ekki er útilokað að hann geti tekið einhvern þátt í leiknum á sunnudag.

Leikur Íslands og Austurríkis fer fram í Laugardalshöll á sunnudag og hefst klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×